Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Frábær sýningarhelgi hjá Gjósku ræktun

7/27/2015

0 Comments

 
Enn einni frábærri sýningu lokið og stóðu Gjósku hundarnir sig vel að vanda. Sýningin var tvöföld og utandyra að þessu sinni, allt svæðið var til fyrirmyndar og var sýningin hin glæsilegasta. 

Á föstudags kvöldinu var haldin hvolpasýning og enn og aftur varð Gjósku Tófa Tignarlega BESTI HVOLPUR TEGUNDAR og er hún enn ósigruð og mikil samkeppni hefur verið á árinu í hvolpaflokki. Hún var svo valin ein af 4 sem kepptu um besta hvolp sýningar á laugardeginum. Tófan okkar sannaði sig að sjálfsögðu áfram og varð BESTI HVOLPUR SÝNINGAR.

Á laugardeginum var haldin Reykjavík Winner sýning þar sem bestu hundar tegundar fengu titilinn RW-15 og var því hart barist og mikil skráning. Við vorum einstaklega lukkuleg með daginn og heim komu 3 af 4 Reykjavík Winner titlum. RW-15 SG1 Juwika Fitness, Leó okkar varð besti rakki tegundar og fékk sitt fyrsta Íslenska Meistarastig. Gaman að honum gangi vel þrátt fyrir að vera enn að jafna sig eftir einangrun og vera algerlega hárlaus :D

Áfram gekk velgengnin og Easy gamla kom sá og sigraði tíkurnar og varð besta tík tegundar, besti öldungur tegundar og vann svo Leó litla og varð þannig Besti hundur tegundar. Þar með nældi hún sér í RW-15 titilinn á gamals aldri. Dómarinn hafði þó orð á því að Leó myndi vinna hana í framtíðinni en sagði að hann þyrfti svona eitt ár í viðbót í þroska, en rakkar eru alltaf lengur að þroskast en tíkur.
RW-15 C.I.B ISCh Easy von Santamar endaði svo sem 2. Besto öldungur sýningar!
Litli Myllu sonurinn okkar hann Rökkvi Þór gerði sér svo lítið fyrir og varð Besti rakki tegundar í síðhærðum schäfer og fékk sitt 4 Íslenska Meistarastig. Er hann því núna orðinn Íslenskur sýningar meistari, Reykjavík Winner og Norðurljósa Winner og rétt ný orðinn 2 ára, ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór.

Á Sunnudeginum var haldin Alþjóðleg sýning og ákváðum við að skrá Easy ekki á þessa sýningu, hún er orðin rúmlega 10 ára gömul og finnst okkur 1 dagur nóg. Dómarinn sem dæmdi okkur fyrri daginn varð alveg fox illur útí okkur og sagði að hún hefði getað unnið ennþá meira seinni daginn haha. En Easy okkar hefur nú þegar sannað sig og náð öllum þeim titlum sem í boði eru og því enginn þörf á því að láta gömluna okkar vera að þvælast dag eftir dag á sýningar. Leó okkar stóð sig aftur vel og endaði sem 3. besti rakki tegundar á eftir fullorðnum meisturum og fékk sitt 2. Íslenska Meistarastig. Gætum við ekki verið stoltari af litla stráknum okkar.
ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór endaði aftur sem besti rakki tegundar en þar sem að hann er orðinn meistari gekk Íslenska Meistarastigið niður til bróður hans Gjósku Rosa-Loka og var það hans 2. meistarastig, nú vantar honum einungis 1. stig til viðbótar til þess að verða meistari.


En helstu úrslit helgarinnar voru þessi:

Laugardagur:

Snöggir
RW-15 Juwika Fitness, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni
ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, excellent, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar
ISShCh Gjósku Olli, very good, 3. sæti meistarafl. 
Gjósku Komma, very good o.fl.
Gjósku Ronja, very good o.fl.
Gjósku Rispa, excellent, 4. sæti o.fl.
RW-15 C.I.B ISCh Easy von Santamar, excellent, 1. sæti öldungafl, meistaraefni, Besta tík tegundar, Besti Öldungur tegundar, Besti hundur tegundar, 2. Besti öldungur sýningar

Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 2. sæti, Heiðursverðlaun

Síðhærðir
ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni
Gjósku Rosi-Loki, very good, 3. sæti o.fl.
Gjósku Óli Hólm, excellent, 2. sæti o.fl., meistaraefni, 2. besti rakki tegundar
ISShCh Gjósku Osiris, very good, 1. sæti meistarafl.
Gjósku Ruslana-Myrra, excellent, 1. sæti o.fl.
NLW-15 Gjósku Ráðhildur, excellent, 2. sæti o.fl.

Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 1. sæti, Heiðursverðlaun

Sunnudagur:

Snöggir
Gjósku Stakkur-Goði, excellent, 1. sæti ungundafl. meistaraefni, 4. Besti rakki tegundar
RW-15 Juwika Fitness, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig
ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, excellent, 2. sæti meistarafl, 2.Besti rakki tegundar
ISShCh Gjósku Olli, very good, 3. sæti meistarafl.
Gjósku Ronja, very good o.fl.
Gjósku Rispa, very good o.fl.

Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 2. sæti, Heiðursverðlaun

Síðhærðir
ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, Besti rakki tegundar, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni
Gjósku Rosi-Loki, excellent, 2. sæti o.fl., meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig
Gjósku Óli Hólm, excellent, 3. sæti o.fl., meistaraefni, 4. besti rakki tegundar
ISShCh Gjósku Osiris, excellent, 2. sæti meistarafl, meistaraefni
Gjósku Ruslana-Myrra, very good, 2. sæti o.fl.
NLW-15 Gjósku Ráðhildur, excellent, 1. sæti o.fl.

Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 1. sæti, Heiðursverðlaun

Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað