Væntanlegt got hjá Gjóskuræktun Í byrjun ágúst 2015 SG1 Juwika Fitness x RW-14 Gjósku Mylla Leggjum við metnað okkar í að nota einungis heilbrigða og gullfallega hunda í ræktun sem bæði hafa gott geðslag, rétta vinnueiginleika, framúrskarandi útlit og topp ættir sem hafa sannað sig. Með þetta að leiðarljósi höfum við náð gríðarlegum árangri í okkar ræktun og berum við miklar væntingar til þessarar pörunnar. Mylla okkar er ekki bara frábær heimilishundur og gullfalleg, heldur hefur hún einnig lokið skapgerðarmati og smalaeðlisprófi. Skapgerðarmat er próf þar sem kannað er geðslag hundana og kemst það ásam þeim vinnuprófum sem í boði eru hér á landi næst þeim prófum sem schaferinn þarf að klára í þýskalandi. Við fundum það strax þegar Mylla var hvolpur hversu sterkt smalaeðlið í henni var og fórum við þess vegna með hana í smalaeðlispróf sem hún lauk með stakri príði. En það var schaferinn upprunalega ætlaður til, að vera fjárhundur. Stefnt er á að fara með Myllu í frekari vinnu í haust, bæði hlýðni og spor. Foreldra Myllu þarf vart að kynna, en það eru þau CIB ISCh Easy von Santamar og RW-14 RW-13 CIB ISCh Welincha’s Yasko. Hafa þau bæði lokið öllum þeim prófum sem hægt er að þreyta hér, skapgerðarmat, hlýðni og spor ásamt því að vera íslenskir og alþjóðlegir meistarar og hafa þau bæði margsinnis unnið tegundina og bæði raðað sér í sæti í BESTI HUNDUR SÝNINGAR. Yasko og Easy eru með einar eftirsóknarverðustu ættir sem völ er á á landinu og hafa fjölda margir í ættbókunum þeirra raðað sér í efstu sæti á Sieger Show. Sieger Show er nokkursskonar “heimsmeistaramót” schaferhunda og er haldið ár hvert í Þýskalandi. Þá eru fengnir virtustu dómarar Þýskalands og velja þeir þá hunda sem skara framúr bæði í vinnu og útliti. Bæði hafa Yasko og Easy gefið af sér fallega, heilbrigða og geðgóða hvolpa. Afkvæmi Myllu hafa þrátt fyrir ungann aldur sannað sig bæði hvað heilbrigði, vinnu og sýningar varðar. Undan Gjósku Kappa átti hún 10 fallega og heilbrigða hvolpa. Þau hafa samtals fengið 8 íslensk meistarastig fyrir 2 ára aldur. Einnig hefur 1 tík lokið hlýðni brons og fleiri eru í þjálfun fyrir það próf. 2 afkvæmi undan henni hafa hlotið titilinn NLW-15 eða norðurljósa winner og 1 rakki undan henni hefur hafið þjálfun fyrir veiði. Þau afkvæmi sem hafa verið mynduð eru öll heilbrigð í mjöðmum og olnbogum. Seinna gotið hennar mætti á sína fyrstu sýningu í maí og fengu þau öll heiðursverðlaun. Tíkin okkar hún Gjósku Tófa Tignarlega hefur nú aðeins 6 mánaða orðið í 1. 2. og 3. Sæti í BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. Bróðir hennar hann Gjósku Taktur Seifur hefur einnig orðið 4. Besti hvolpur sýningar. RW-14 Gjósku Mylla í smalaeðlisprófi RW-13 CIB ISCh NUCh Kolgrímu Dee Hólm BESTI HUNDUR SÝNINGAR NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór BOB og NLW-15 Gjósku Ráðhildur BOS. Bæði hafa þau hlotið 3 meistarastig Juwika Fitness eða Leo okkar hefur sko ekki svikið okkur. Hann er gríðarlega fallegur og þrátt fyrir erfiðleika þess að skipta um umhverfi, eigendur og loftslag hefur hann brætt öll hjörtu sem hafa kynnst honum. Hann er byrjaður í sporaþjálfun og sýnir virkilega flotta takta, stefnt er á próf í spori í haust og í framhaldinu verður hann þjálfaður í hlýðni. Sárasjaldan er boðið uppá skapgerðarmat á Íslandi en hann bíður spenntur eftir því að komast í það. Leggjum við mikið uppúr því að ræktunardýrin okkar ljúki þessu mati þar sem að það er það eina sem við getum klárað sem leggur mat á skapgerð hundsins. En Leó okkar er ekki einungis sætur hjartaknúsari, betri ættir á hundi er ekki völ á á landinu og hafa foreldrar hans, ættfeður og systkini sannað sig útum allan heim. Leo von der Zenteiche pabbi hans er einn eftirsóttasti ræktunarhundur í Þýskalandi í dag og eru afkvæmin hans að koma verulega vel út bæði hvað varða heilbrigði og afburða útlit. Ræktandinn hans Leó okkar hun Karina Pedersen Juwika kennel, hefur fengið óteljandi boð í mömmu hans, hana Ungana von der Rieser Perle sem hefur sannað sig aftur og aftur sem top ræktunartík. Þrátt fyrir ungan aldur á afkvæmum hennar eru þau strax bæði farin að sanna sig í ræktun og á sieger show. Leo von der Zenteiche eftir sigur í unghundaflokki á Siegershow 2012 SG5 Juwika Destroyer endaði í 5 sæti í unghundaflokki á síðasta Sieger show. Fallegur og mjög eftirsóttur rakki
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|