Fyrsta sýning ársins fór vel af stað og erum við mjög sáttar eftir helgina.
Á föstudagskvöldinu fór fram hvolpasýning, engir Gjósku hvolpar voru skráðir til leiks, en Leó okkar átti nokkur afkvæmi. Voru þau hin allra glæsilegustu og átti hann besta hvolp tegundar í öllum flokkum sem þau voru skráð í. Gjósku Thea gerði sér lítið fyrir og varð besta tík tegundar í annað sinn og fékk sitt annað Íslenska og Alþjóðlega meistarastig. Mamma hennar drottningin okkar hún RW-14 Gjósku Mylla sannaði sig sko sannarlega aftur. Mættum við með hana í 2. sinn með afkvæmum og aftur átti hún besta afkvæmahóp tegundar og Besta afkvæmahóp sýningar !! Hérna koma helstu úrslit frá sýningunni: Snögghærður Gjósku Uggi - Very good, 3. sæti unghundafl. BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - Very good, 1. sæti opinn fl. Gjósku Tindur - Excellent, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - Excellent, 3. sæti meistarafl. Gjósku Una Buna - Very good, 2. sæti unghundafl. Gjósku Thea - Excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Norðurljósameistarastig, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Rispa - Excellent, 3. sæti opinn fl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar RW-14 Gjósku Mylla - Excellent, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, Besti afkvæmahópur tegundar, Besti afkvæmahópur sýningar Síðhærður Gjósku Úlfur - Excellent, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Ungliðameistarastig ISJCh RW-16 Gjósku Usli - Excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - Excellent, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar NLM Gjósku Ráðhildur - Excellent, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Vara-Alþjóðlegt meistarastig
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|