3. árið í röð stóðum við uppi sem stigahæstu Schäferræktendur landsins og í gærkvöldi tókum við á móti verðlaunum fyrir 3. stigahæstu ræktendur ársins hjá HRFÍ yfir allar tegundir. Var þetta annað árið í röð sem við tókum við þeim verðlaunum sem er gríðarlegur árangur. Gætum við ekki verið stoltari af fallegu Gjósku hundunum okkar og eigendum þeirra.
Allstaðar í heiminum, hvort sem það er í Þýskalandi, Noregi eða Kína að þeir schäfer ræktendur sem standa fremst meðal jafningja, þeir sem nota undaneldisdýr annaðhvort beint frá Þýskalandi eða með ættir sínar þaðan. Við leggjum metnað okkar í það að nota einungis hunda með fyrsta flokks þýskar ættbækur í ræktun og sést það á árangri okkar. Hlökkum við mikið til þess að hefja nýtt sýningarár, einnig verður árið spennandi í innflutningi hjá okkur. Xkippi von Arlett er væntanleg úr einangrun eftir 17 daga og gætum við ekki verið spenntari fyrir henni. Einnig stefnum við á að flytja inn 1-2 spennandi rakka seinna á árinu, enda leggjum við mikinn metnað í að halda stofninum okkar sem bestum og gerum við það með því að kaupa fyrsta flokks hunda af bestu ættum sem völ er á.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|