Þá er glæsilegri Winter Wonderland, NKU og Crufts qualified sýningu HRFÍ lokið. Eftir gott gengi á árinu sem var innsiglað á þessari síðustu sýningu ársins stendur Gjósku ræktun uppi sem 2. stigahæsti ræktandi ársins yfir allar tegundir hjá HRFÍ, en í ár voru það 183 ræktendur sem komust á blað. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að reikna ekki stig tegunda saman og voru því loðnu og snöggu hundarnir ekki reiknaðir saman, en hefðu þeir loðnu verið með hefðum við verið LANG STIGAHÆSTAR. Gætum við því ekki verið stoltari af ræktuninni okkar, en við höfum ekki verið með mikið magn af hundum og alls ekki unga hunda í ár.
Sýningin var að vanda góð fyrir Gjósku ræktun, en litli gaurinn hann Gjósku Uggi mætti í flottu standi og endaði sem besti rakki tegundar og hlaut sitt annað Íslenska meistarastig, fyrsta NKU meistarastig og varð Crufts 2019 qualified. Mamma hans CIB ISCh RW-14 Gjósku Mylla átti sem svo oft áður, Besta afkvæmahóp tegundar og annan Besta afkvæmahóp sýningar. Gjósku Komma mætti í fyrsta sinn í öldungaflokk þar sem hún hlaut Íslenskt Öldungameistarastig og varð Besti öldungur tegundar og endaði sem STIGAHÆSTI ÖLDUNGUR ÁRSINS. Einnig röðuðu hundarnir okkar sér í sæti um bestu tíkur og bestu rakka og átti Gjósku ræktun FLESTA hunda í keppninni um stigahæstu hunda/tíkur ársins. Prinsessan á bauninni hún ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna er stigahæsta schäfer tík ársins 2018, en núna er stefnan sett á að rækta undan henni og vonandi mun hún gefa okkur eins fallega og góða hvolpa og hún er sjálf. Viljum við þakka frábæru eigendum Gjósku hundanna fyrir gott ár og hlökkum við til þess næsta, bæði í sýningum, vinnu og almennri gleði. helstu úrslit sýningarinnar voru þessi: síðhærðir: ISShCh ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 2. sæti opinn fl. Gjósku www.Píla.is - exc, 1. sæti ungliðafl. ISJCh Gjósku Vænting - G, 3. sæti unghundafl. ISJCh Gjósku Valkyrja - exc, 2. sæti unghundafl. Gjósku Snjó-Blondy - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar Gjósku ræktun - exc, 2.sæti Heiðursverðlaun snögghærðir: Gjósku Uggi - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, NKU meistarastig, Crufts 2019 Qualified, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni ISShCh Gjósku Máni - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar ISCh Gjósku Tindur - exc, 4. sæti meistarafl. Gjósku Vissa - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni Gjósku Thea - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, vara NKU meistarastig ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 3. sæti meistarafl. CIB ISCh RW-14 Gjósku Mylla - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar, Besti afkvæmahópur tegundar, 2. Besti afkvæmahópur sýningar Gjósku Komma - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Íslenskt Öldungameistarastig, BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR Gjósku ræktun - exc, 2. sæti Heiðursverðlaun
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|