Þá er Alþjóðlegri haustsýningu HRFÍ lokið sem er jafnframt CRUFTS qualification sýning. Sem þýðir að bestu hundar og ungliðar tegundar hljóta keppnisrétt á Crufts 2017.
Gjósku genginu gekk vel að vanda, við erum svo þakklát okkar frábæru hvolpakaupendum fyrir að skrá hundana sína á sýningu og hugsa jafn vel um þá og raun ber vitni. Eftir helgina stendur uppúr glæsilegur áragur hjá fyrsta afkvæmi Leó okkar, en hann ISJCh RW-16 Gjósku Usli varð aftur besti hundur tegundar, einungis 13 mánaða. Hann er fyrsti schäfer landsins til þess að hljóta ungliðameistaratitil og varð Crufts qualified 2017, en árangurinn stoppaði ekki þar. Usli litli gerði sér lítið fyrir og endaði í 2. sæti í tegundarhópi 1, en enginn annar loðinn schäfer hefur náð svo gríðarlegum árangri. Svo var það mamma hans hún RW-14 Gjósku Mylla sem varð 2. besta tík tegundar og átti besta afkvæmahóp tegundar með heiðursverðlaun. Endaðuðu þau svo sem BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR. Er þetta í fyrsta sinn sem Mylla okkar er sýnd með afkvæmum. Prinsinn okkar hann ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness varð besti rakki tegundar með alþjóðlegt meistarastig og Crufts 2017 qualified. Hann var alveg vita hárlaus og endaði sem BOS, annar besti hundur tegundar. Við eignuðumst fyrsta alþjóðlega Gjósku schäfer meistarann, en hann ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór hlaut sitt síðasta alþjóðlega stig og býður því staðfestingu á alþjóðlegum sýningameistaratitli. Nýju innfluttu hundarnir okkar stóðu sig líka vel, Xkippi okkar er að jafna sig á því að hafa flutt til Íslands og varð 3. besta tík tegundar. Jago okkar stóð sig einnig vel þrátt fyrir að vera ekki kominn í neitt stand eftir einangrun, en hann vann sinn flokk og hlaut excellent og frábæra umsögn. En hérna koma helstu úrslit frá sýningunni: Síðhærðir Gjósku Úlfur - excellent, 2. sæti ungliðafl ISJCh RW-16 Gjósku Usli - excellent, 1. sæti ungliðafl, meistaraefni, Ungliðameistarastig, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Crufts 2017 qualified, BOB, BIG-2 Gjósku Óli Hólm - very good, 1. sæti opinn fl. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - excellent, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig NLW-15 Gjósku Ráðhildur - excellent, 1. sæti opinn fl, meistaraefni, 3. besta tík tegundar ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - very good, 2. sæti meistarafl Gjósku ræktun - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar Snögghærðir Gjósku Uggi - excellent, 1. sæti ungliðafl. Gjósku Stakkur-Goði - very good, 4. sæti opinn fl. Gjósku Mikki-Refur - very good AD BH IPO1 KKL1 Jago z Wierchlesia - excellent, 1. sæti vinnuhundafl. Gjósku Tindur - very good, 2. sæti vinnuhundafl. ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - excellent, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Crufts 2017 qualified, BOS ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - excellent, 3. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Máni - excellent, 2. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Una Buna - excellent, 2. sæti ungliðafl. Gjósku Rispa - very good opinn fl. Gjósku Rósa Siva - excellent, 3. sæti opinn fl, meistaraefni Xkippi von Arlett - excellent, 2. sæti opinn fl, meistaraefni, 3. besta tík tegundar RW-14 Gjósku Mylla - excellent, 1. sæti vinnuhundafl, meistaraefni, 2. besta tík tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig Gjósku ræktun - 2. sæti, heiðursverðlaun, annar besti ræktunarhópur tegundar RW-14 Gjósku Mylla með afkvæmi - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti afkvæmahópur tegundar, Besti afkvæmahópur sýningar
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|