Þá líður senn að því að uppáhalds drengurinn okkar hann CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness haldi á vit ævintýranna í Noregi. En er hann að fara til vina okkar Ragnhild og Leif Belgen með kennel Welincha's í Noregi og verður þar í eitt ár. Ætla þau að nota Leó okkar í ræktun og mæta með hann á sýningar, en hann mun óneitanlega gera mjög flotta hluti fyrir stofninn í Noregi þar sem að hann er auðvitað gull fallegur, geðgóður og með frábæra ættbók. Leó hefur gefið einstaklega falleg afkvæmi, en einnig erfa þau frábært geðslag, mikinn vinnuvilja og top heilbrigði sem við erum að sjálfsögðu mjög ánægðar með. Það verður því frábært að sjá hvað þessi prins mun gera á komandi ári í Noregi. Við búum svo vel að því að eiga mikið af góðum vinum í Schäfer heiminum og eru Ragnhild og Leif þar engin undantekning. Höfum við þekkt þau í rúm 8 ár og treystum þeim því vel fyrir honum Leó okkar, en mun hann búa hjá þeim í algjöru dekri. Hann mætir á sína fyrstu sýningu í Noregi 16. nóvember nk. en halda Rúna og Hildur út til Noregs fimmtudaginn 15. nóv, svo mikil spenna er í loftinu. En í staðin fyrir að Leó okkar fari út kemur til landsins hinn frábæri rakki N.UCH DKCH Welincha's Whimpy, en hann mætir til landsins í mars á næsta ári. Whimpy eða Whims eins og hann er kallaður er virkilega flottur rakki sem við fengum augastað á á siegershow árið 2017, en þar var hann sýndur með góðum árangri í unghundaflokki. Whims hefur bæði gert það gott á sér sýningum sem og FCI sýningum, en hann er bæði Norskur og Danskur meistari og hefur margsinnis unnið besti hundur tegundar. Það sem uppúr stendur hjá okkur er þó árangur hans á sérsýningum, en hann var eins og fyrr sagði á siegershow 2017 og var þar SG65, hann varð sama ár SG2 á Norska sieger show, eða í 2 sæti yfir alla unghunda þar. Hann toppaði sig svo í ár, full þroskaður og var V1 á eftir aðeins einum VA hundi. Glæsilegur árangur hjá svo ungum hundi, en hann er einungis 2 ára síðan í vor. Whims er undan hinum glæsilega þýska rakka Duncan vom Messina, en hefur hann gefið af sér mikið af framúrskarandi afkvæmum og kemur til landsins með tiltörulega nýtt blóð. Mamma hans er svo Welincha's Olly, en hún er undan gotsystur hins magnaða ræktunarhunds Welincha's Yasko sem breytti og bætti ræktun á Íslandi svo um munaði. Annars eru margir af þekktustu hundum sögunnar í ættbókinni hans og mun hann, án alls efa, vera mikil búbót í Íslenska stofninn. Whimpy mun koma til með að mæta á sýningar og mun standa öllum á Íslandi til boða í ræktunar, séu þeir með tíkur sem standast heilbrigðiskröfur HRFÍ. Hægt er að hafa samband við okkur á email, í gegnum facebook, tala við Hildi, eða beint við Ragnhild og Leif. Whims verður einungis á landinu í eitt ár svo hvetjum við ræktendur og tíkareigendur til þess að nýta tækifærið að fá svona glæsi hund lánaðann. CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness BOB og BIS2 14.10.2018 Leó BOB HRFÍ 25.06.2017 Multi ch, Multi RW, Multi BOB, multi BOS Juwika Fitness N.UCH DKCH V1 SG1 Welincha's Whimpy Whimpy V1 Norsk Vinner 2018 Whims, guðdómlegt höfuð og svipur
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|