Gjósku ræktun festu nýlega kaup á glæsilegum 8 mánaða rakka Pablo vom Team Panoniansee, en er þessi ótrulega efnilegi hundur frábær viðbót við ræktunina okkar og með ættir sem við erum einstaklega hrifin af. Pablo er undan hinum fræga unga hundi VA7 SG2 IPO3 Kkl1 BH AD Nero von Ghattas, en hann er strax búinn að sanna sig á sýningum, í vinnu og í ræktun. Nero varð annar á Þýska siegershow 2017 í unghundaflokki og strax 2 árum seinna náði hann þeim eftirsótta árangri að verða VA á sömu sýningu. Hann átti hunda í efstu sætum í ungliðaflokkunum sama ár og verður mjög gaman að bæta honum inn í okkar fyrir frábæru ættflóru. Daffy vom Team Panoniansee er ung tík, en hefur lokið vinnuprófum IPO1 og hlotið ræktunardóminn Kkl1. Hún hefur ekki verið sýnd mikið, en hefur ávallt unnið þær sem hún hefur mætt á. Markmiðið hjá ræktendum og eigendum hennar var alltaf að nota hana í ræktun og á hún núna 2 stór og gull falleg got. En Pablo okkar kemur úr hennar fyrsta goti. Daffy er einnig systir hins fræga Django vom Team Panoniansee, en er hann einn allra fallgasti hundur sem við höfum augum litið. Pablo er væntanlegur til landsins seinna á árinu og erum við vægast sagt að deyja úr spennu. Pablo vom Team Panoniansee í uppstyllingu glæsilegar hreyfingar Pablo er með einstaklega fallegt höfuð, dökk möndlulaga augu og lítil eyru Nero von Ghattas á leið í annað sæti SG2 á Þýska siegershau 2017 Nero hefur einnig einstaklega sterklegan og fallegan haus Daffy vom Team Panoniansee VV1 á stórri sérsýningu í Þýskalandi Daffy SG1 SG1 Django vom Team Panoniansee got bróðir hennar Daffy VA7 BSZS 2019 Nero von Ghattas VA1 Gary vom Hühnegrab pabbi hans Nero, sigraði Þýska siegershau 2017
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|