Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Metnaður og alvöru árangur

5/27/2016

0 Comments

 
Stigahæsta Schäferræktun ársins 2013, 2014, 2015 og er enn á toppnum!

Mikil spenna er í loftinu hjá Gjósku ræktun fyrir næsta goti hjá okkur. Meistararnir ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra og ISCh RW-15 Juwika Fitness eru í ástarleikjum þessa dagana og er mikill metnaður lagður í þessa pörun. Eru þau bæði frí af mjaðma og olnbogalosi (hd-ed FRI) og laus við alla heilsufarskvilla.

ISCh RW-15 Juwika Fitness er einstaklega fallegur og vel gerður hundur, hann byrjaði sigurgöngu sína mjög ungur í Dannmörku. Þar stóð hann uppi sem sigurvegari í hvolpaflokki á öllum sýningum sem hann mætti á. Enda þykir hann minna einstaklega mikið á pabba sinn hinn fræga Leo von der Zenteiche, þaðan fékk hann akkurat kall nafnið sitt litli Leó. Þá hélt Leó okkar yfir til Þýskalands þar sem að hann hélt áfram að sigra stórar sýningar undir mjög frægum dómurum þangað til að við festum kaup á honum. Ekki hættu sigrarnir eftir að hann kom til litla Íslands, þrátt fyrir ungan aldur. 
Leó var besti rakki tegundar á Reykjavík Winner sýningunni síðasta sumar og hlaut þar að leiðandi titilinn RW-15, hafði dómarinn sérstakt orð á því hversu svakalega vel byggður hundurinn væri og að hann myndi ná langt með meiri þroska. 
Á næstu 2 sýningum fékk Leó okkar seinni 2 Íslensku meistarastigin sín og varð því Íslenskur meistari.
Í október á síðasta ári flutti Schäferdeildin svo inn dómarann Louis Donald, sérhæfðan schäfer dómara og valdi hann Leó sem besta hund sýningar, stærri sigur er ekki hægt að vinna á schäfer á Íslandi.
Leó sýnir einnig frábæra vinnueiginleika, hann er með fyrstu einkun í spori og stefnum við á að klára mun meiri spora vinnu með hann. Hann hefur einnig lokið hlýðni á vegum HRFÍ. Svo við minnumst nú ekki á eðal geðslagið sem hann hefur að geyma þessi bangsi.
Mikill metnaður fór í innflutninginn á Leó okkar, hann er sá allra best ættaði hundur sem komið hefur til landsins, hann sannaði sig erlendis áður en hann kom, svo hefur hann einnig sannað sig hér á landi þar sem öðrum hefur mistekist.

ISShCh Ruslana-Myrra er gríðarlega falleg og geðgóð tík. Hún er úr einu sigursælasta goti frá okkur en þau systkynin hafa alls orðið 4 sinnum BOB eða besti hundur tegundar og 9 sinnum BOS eða besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni. Þau eru með 13 Íslensk meistarastig og 6 alþjóðleg meistarastig. Myrra hefur verið á lista yfir stigahæstu tíkur Schäferdeildarinnar síðan að hún var 11 mánaða enda virkilega vel gerð og ofboðslega litfögur tík. 
Á deildarsýningu schäferdeildarinnar í október varð Myrra akkurat 2. besta tík tegundar gjörsamlega hárlaus, en dómarinn Louis Donald talaði sérstaklega um gæði hennar og got bróður hennar, mældi hann sérstaklega með að þau yrðu notuð til undaneldis. Louis er með yfir 40 ára reynslu í tegundinni og hlustar maður því vel á það sem svo vitur maður hefur að segja.

Leó x Myrra er ekkert skot útí myrkrið eins og margir ræktendur kjósa að gera með svokölluðum outcross pörunum eða að nota hunda með engar ættir á bakvið sig, heldur eru þau línuræktuð inní frægustu schäferhunda í heiminum í dag. Pörunin er vandlega valin og úthugsuð og teljum við hana þá bestu sem völ er á á landinu í dag.


Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað