Hinn ungi og efnilegi Gjósku Tindur fór í mjaðma og olnbogamyndatöku um daginn og er hann frír bæði af mjaðma- og olnbogalosi. Gætum við ekki verið stoltari af þessum frábæra hundi !!
Tindur byrjaði sýningarferilinn sinn ungur og var hann ósigraður rakka hvolpur árið 2015. Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsflokkum og byrjaði hann árið einstaklega vel. Á fyrstu sýningu ársins sigraði Tindur ungliðaflokk með excellent og meistaraefni, endaði hann svo sem 4. besti rakki tegundar á eftir 3 meisturum og fékk sitt fyrsta Íslenska meistarastig. Frábær árangur hjá ársgömlum rakka á gelgjunni. Tindur lauk B-prófi í snjóflóðaleit einungis 15 mánaða og þykir það gífurlegt afrek fyrir svo ungan hund. Nú er verið að þjálfa hann bæði fyrir hlýðni sem hann sýnir virkilega flotta takta í og einnig er stefnt á víðavangsleit með hann. Stefnum við á að vera með got undan þessum gullfallega geðgóða hundi í sumar og geta áhugasamir haft samband á runahe@gmail.com
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|