Gjósku Tindur lauk um helgina B-prófi í snjófljóðaleit einungis 15 mánaða, hann er yngsti hundur landsins til þess nokkurntíma að ljúka þessu prófi og komast á útkallslista Björgunarsveitanna. Stóð hann sig með stakri prýði og minnti mikið á pabba sinn Eldeyjar Huga í vinnu. Óskum við eigendum hans Írisi og Tedda innilega til hamingju með þennan árangur, Teddi stendur sig gríðarlega vel með hundana.
Tindur hefur sýnt sig og sannað frá fyrstu tíð, bæði er hann blíður og góður heimilishundur, vinnusamur og virkilega fallegur. Hann mætti á nokkrar sýningar sem hvolpur og varð hann alltaf besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni. Svo gerði hann sér lítið fyrir á fyrstu sýningu ársins og varð 4. besti rakki tegundar á eftir fullorðnum meisturunum og fékk sitt fyrsta Íslenska meistarastig. Stefnt er með Tind í frekari leitarvinnu hjá Leitarhundum, einnig hefur hann sýnt mjög góða takta í hlýðni og verið er að þjálfa hann fyrir próf seinna í vor. Nú er svo bara beðið eftir því að hann verði myndaður því ef hann uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til undaneldis er hann mjög ofarlega til notkunnar á okkar ræktunarplani. Gætum við ekki verið stoltari af þessum upprenandi gaur, sem sannar sig á öllum vígstöðvum.
1 Comment
Arna
3/21/2016 07:41:02 am
Frábært þegar svona vel tekst til í ræktuninni.
Reply
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|