Okkur langaði að tala aðeins um Gjósku O-hvolpana okkar. Það fæddust 7 litlir hvolpar 3. september 2011 og voru þau undan Gjósku Janis og Eldeyjar Huga. Janis er undan C.I.B ISCh Easy von Santamar sem hefur í gegnum árin staðið sig mjög vel á sýningum HRFÍ og ISShCh K-Nidya Feetback sem við fluttum inn frá Serbíu. Janis mætti einungis á örfáar sýningar en gekk henni mjög vel í þau skipti sem hún tók þátt, var m.a. 2. Besti hundur sýningar á sérsýningu Fjár og Hjarðhundadeildar HRFÍ árið 2010. Eldeyjar Hugi er í miklu uppáhaldi hjá okkur, ekki einungis vegna þess hversu fallegur og geðgóður hann er heldur líka vegna ættana hans. Hugi er undan Gjósku Dömu sem kom úr 2. Schäfer gotinu okkar frá 2004 og var undan fyrstu innfluttu tíkinni okkar Gandra von der Khaler Heide. Pabbi hans Huga er svo Fedor von Santamar sem er best ættaði hundur sem komið hefur til landsins. Hugi sjálfur hefur einnig staðið sig vel á sýningum og er með 2 íslensk meistarastig. Hugi og Janis eiga bæði bara þessi einu afkvæmi, en segja má að þetta sé eitt sigursælasta got sem fæðst hefur á landinu með tiliti til fjölda meistara og meistarastiga. En þessir fallegu og frambærilegu hundar heita : Gjósku Olga-Heiða (Heiða Berlín 3) ISShCh Gjósku Olli (Aramis) CC CACIB Gjósku Ophira (Orfí) ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson (Tyson) Gjósku Orka (Orka) ISShCh RW-13 Gjósku Osiris (Kolur) Gjósku Odinn-Orri (Úlfur) Sigur ganga þeirra byrjaði í febrúar 2012 þegar þau mættu á sína fyrstu sýningu í hvolpaflokki. Þar voru það bræðurnir Gjósku Osiris og Gjósku Olli sem stóðu uppúr. Gjósku Osiris var fyrsti loðni scääfer hvolpurinn sem mætti á sýningu og varð hann besti hvolpur tegundar og 2. Besti hvolpur sýningar. Gjósku Olli byrjaði einnig vel og varð besti hvolpur tegundar í snögghærðum og endaði sem 3. Besti hvolpur sýningar. Síðan þá hefur þeim bræðrum gengið frábærlega á þeim sýningum sem þeir hafa mætt á. Í September 2013 varð Gjósku Osbourne-Tyson besti hundur tegundar og er hann eini Íslandsræktaði rakkinn til að vinna tegundina síðan elstu menn muna. Endurtók hann svo leikinn í febrúar 2014 og varð hann þá Íslenskur meistari. Á sömu sýningu varð loðni bróðir hans hann Gjósku Osiris einnig meistari og var hann þá líka fyrsti síðhærði schäferinn til að hljóta þann titil. Gjósku Olli var ekki jafn ötull við að mæta á sýningar en hann fékk sitt fyrsta meistarastig í nóvember í fyrra varð hann þá besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni. Hann fékk sitt síðasta meistarastig núna í byrjun September 2014. Systir þeirra hún Gjósku Ophira hefur heldur ekki verið dugleg að mæta á sýningar en fékk hún sitt fyrsta meistarastig á sumarsýningu HRFÍ 2014. Einnig hefur Huga gengið mjög vel með þessi fallegu afkvæmi sín í keppni um besta afkvæmahóp sýningar og hafa þau bæði hreppt 1. sætið og það 3. En meistarastigin þeirra hafa raðast svona: Gjósku Osiris - Íslenskt m.stig – 17-18.nóv 2012 Gjósku Osiris – Íslenskt m.stig – 25.maí 2013 Gjósku Osbourne-Tyson - Íslenskt m.stig – 25.maí 2013 Gjósku Osbourne-Tyson - Íslenskt m.stig, Alþjóðlegt m.stig – 7.-8. Sept 2013 Gjósku Olli - Íslenskt m.stig, Alþjóðlegt m.stig – 17. Nóv 2013 Gjósku Osbourne-Tyson - Íslenskt m.stig, Alþjóðlegt m.stig – 23.feb 2014 Gjósku Osiris - Íslenskt m.stig, Alþjóðlegt m.stig – 23.feb 2014 Gjósku Olli - Íslenskt m.stig – 22. Júní 2014 Gjósku Ophira - Íslenskt m.stig, Alþjóðlegt m.stig – 22. Júní 2014 Gjósku Olli - Íslenskt m.stig – 6.sept 2014 Eldeyjar Hugi með besta afkvæmahóp tegundar og 3. Besta afkvæmahóp sýningar
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|