í gær 12. apríl urðu þær systur Gjósku Álfadís Engström og Gjósku Ása 12 ára. Systir þeirra Gjósku Faxa Áróra er fallin frá. Þessar systur hafa náð ótrúlegum árangri erlendis, en Ása er sjálfsagt mest titlaði Íslenski fjárhundur í heimi, hefur hún líka gefið eigendum sínum Wilfred og Ulrikku hjá Surtsey-kennel frábæra hvolpa sem einnig eru mörg hver meistarar. Álfadís býr svo í bandaríkjunum hjá Þórði Runólfssyni og varð hún amerískur meistari í fyrra 11 ára gömul, einnig hefur hún gefið af sér frábæra hvolpa og eru mörg afkvæmi hennar orðin amerískir meistarar. Ára var lengi í okkar eigu og fékk hún eitt íslenkst meistarastig hjá okkur, svo fékk hún frábært heimili hjá Stefaníu Sigurðardóttur hjá Stefsstells kennel og hefur hún búið til marga fallega hunda þar. Óskum við þessu fallegu systrum til hamingju með árin 12. DKCH SECH NOCH NORDCH C.I.B SKCH WW08 WW09 WVW11 WVW12 KLBCH KBHV06 KLB06 KLBV07 NORDV08 DKV09 DKJUBV07 Gjósku Ása AKC CH Gjósku Álfadís Engström
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|