Skelltum við okkur austur í Ölfusið að kíkja á flottu D-hvolpana hjá Ölfusræktun. Eru þau orðin 6 vikna og ofboðslega efnileg. Hvolparnir eru endurtekin pörun undan meistaranum ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness og hinn glæsilegu Gjósku Kommu.
Leó okkar þarf vart að kynna en er hann fyrir síðustu sýningu ársins stigahæsti snögghærði schäfer landsins. Hann er eini rakki landsins sem hlotið hefur RW-titil síðan að hann kom til Íslands, Best in show og Crufts 2017 qualified. Ásamt þessum glæsilegu sigrum hefur hann eina bestu ættbók sem völ er á í heiminum í dag. Gjósku Komma hefur mætt á örfáar sýningar en hlotið einkunina excellent, eða framúrskarandi einstaklingur. Hún er undan sigursælustu tík sem flutt hefur verið flutt til landsins fyrr og síðar, C.I.B ISCh Caty von Oxsalis, en Caty gerði sér lítið fyrir og varð 2x BIS Besti hundur sýningar. Það er ekki að furða að hvolparnir séu glæsilegir með þessa flottu foreldra og eiga framtíðina fyrir sér.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|