Þá er deildarsýningu schaäferdeildarinnar 2017 lokið og gekk gjósku genginu vel að vanda. Fengu allir hundarnir frá okkur excellent og frábæra dóma. Leó okkar var nú bara heima að þessu sinni hárlaus en afkvæmunum hans gekk gríðarlega vel. Átti hann besta hvolp tegundar í öllum flokkum sem þau voru skráð í og talaði dómarinn sérstaklega um gæðin í þeim. Það var svo ung tík undan honum sem stóð uppi sem besti hvolpur sýningar. Við eignuðumst einn nýjan meistara um helgina, en hann Gjósku Úlfur er oðrinn ungliðameistari og var alveg snilldarlega vel sýndur hjá henni Hildi okkar. Áttum við besta ræktunarhóp sýningar og ungi prinsinn okkar hann Gjósku Tindur varð besti rakki tegundar með sitt annað Íslenska meistarastig.
Hérna koma helstu úrslit frá sýningunni: síðhærður ISJCh Gjósku Úlfur - excellent, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, Ungliðameistarastig, 2. besti rakki tegundar, Besti ungliði tegundar ISJCh RW-16 Gjósku Usli - excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni Gjósku Óli Hólm - excellent, 3. sæti opinn fl. C.I.E ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - excellent, 2. sæti meistarafl. meistaraefni ISShCh Gjósku Rosi-Loki - excellent, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar NLM Gjósku Ráðhildur - excellent, 2. sæti opinn fl. meistaraefni Ræktunarhópur - 2. sæti heiðursverðlaun Besta par tegundar snögghærður Gjósku Uggi - excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni Gjósku Tindur - excellent, 1. sæti vinnuh.fl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni ISShCh Gjósku Máni - excellent, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - excellent, 4. sæti meistarafl. meistaraefni Xkippi von Arlett - excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar Gjósku Rispa - excellent, 2. sæti opinn fl. meistaraefni Gjósku Rósa-Siva - excellent, 3. sæti opinn fl. meistaraefni Gjósku Thea - excellent, 4. sæti opinn fl. meistaraefni RW-14 Gjósku Mylla - excellent, 1. sæti vinnuh.fl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar Afkvæmahópur - 2. sæti heiðursverðlaun Ræktunarhópur - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur sýningar
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|